SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn18-r

Aðalfundur SEM samtakanna var haldinn fimmtudaginn 26. apríl s.l.. Bauð formaður félagsins, Arnar Helgi Lárusson, alla velkomna.
Að því búnu las hann upp skýrslu stjórnar SEM. Kom þar m.a. fram að Grensás verkefnið (jafningjafræðsla) gengi vonum framar og fengi sífellt meira lof, jafn hjá þeim sem nýttu þjónustuna og fagfólks á Grensás. Einnig kom fram að styrkir til SEM hefðu bæði verið fleiri og hærri en undanfarin ár sem væri í samræmi við þátttöku félagsmanna í réttinda- og hagsmunamálum. Enn fremur sagði Arnar frá framkvæmdum á sal, sem hefðu verið mun umfangsmeiri og dýrari en gert var ráð fyrir við upphaf framkvæmda. Þrátt fyrir erfiðleikana mættu allir vera stoltir af útkomunni. Að lokum greindi hann frá að happdrættið hefði gengi vel og nánast allar vikur í orlofshúsinu á Akureyri væru bókaðar.

Næstur á mælendaskrá var Árni Geir Árnason sem flutti skýrslu stjórnar H-SEM. Í máli hans kom m.a. fram að ekki hefði gengið að fá starfsmenn á vegum Fangelsismálastofnunar til aðstoðar við tilfallandi verkefni í og við hús samtakanna. Sama ætti við um að fá góða iðnaðarmenn á samgjörnum launum til starfa vegna uppgangs í þjóðfélaginu. Einnig kom fram í máli hans að lokið hefði verið við ástandskönnun á íbúðum á Sléttuvegi 3. Leiddi sú könnum í ljós að ástand margra þeirra væri óviðunandi. Í því samhengi væri nú fallið frá áformum um að breyta íbúðunum að fyrirmynd MSD félagsins (íbúð 301) vegna kostnaðar á hverja íbúð. Þess í stað ætti að setja aukinn kraft í venjulegt viðhald. Að lokum nefndi Árni Geir að skrifstofa samtakanna muni fljótlega taka í notkun bókhaldskerfið DK, sem muni gjörbreyta öllu er varðar bókhald og skilum á ársreikningum.

Þegar skýrslur höfðu verið fluttar var kosið í hinar ýmsu stjórnir og nefndir og má þar helst nefna:
Stjórn SEM
Formaður; Arnar Helgi Lárusson
Ritari; Jóhann Rúnar Kristjánsson
Gjaldkeri; Agnar Ingi Traustason
Meðstjórnandi 1; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 2; Arna Sigríður Albertsdóttir
Meðstjórnandi 3; Egill St. Fjeldsted
Meðstjórnandi 4; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir

Stjórn H-SEM
Meðstjórnandi 0; Arnar Helgi Lárusson (sjálfkjörinn sem formaður SEM)
Meðstjórnandi 1; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir
Meðstjórnandi 2; Árni Geir Árnason
Meðstjórnandi 3; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 4; Egill St. Fjeldsted
Varastjórnandi 1; Jóna Marvinsdóttir
Varastjórnandi 2; Guðný Guðnadóttir
Varastjórnandi 3; Jóna Kristín Erlendsdóttir

Að loknum almennum umræðum var fundi slitið. Alls mættu 23 manns, tæplega ¼ félagsmanna, á fundinn og þarf að leita nokkur ár aftur í tímann til finna jafn góða mætingu.

Að fundi loknum hélt Stuðlaberg, áður Eirberg, afbragðs kynningu á hjólastólum, SmartDrive hjálparmótor og FreeWheel hjóli. Í máli Jóhönnu Ingólfsdóttur, iðjuþjálfa, kom fram að SmartDrive og FreeWheel væru nú í samningi hjá Sjúkratryggingum Ísl.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323