SEM logo

SEM logo

SEM logo

marathon18

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst en segja má að maraþonið sé undanfari menningarnætur í Reykjavík. Eins og undanfarin ár geta þátttakendur valið góðgerðarfélög til hlaupa fyrir og safna áheitum sem renna svo óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Í ár hlaupa sjö einstaklingar til styrktar S.E.M samtakanna og þegar þetta er skrifað (á þriðjudagseftirmiðdegi) hafa þeir safnað áheitum sem nemur 273 þúsund krónum. Flestum áheitum hefur Leifur Grétarsson safnað eða 159 þúsund krónum.

Þess má geta að tveir einstaklingar sem hlotið hafa mænuskaða, þau Hákon Atli Bjarkason og Jóna Kristín Erlendsdóttir taka þátt í hlaupinu. Við skorum á sem flesta meðlimi í S.E.M samtökunum og aðra velunnara að styrkja þá sem hlaupa fyrir samtökin þetta árið og styðja þannig við starfsemi samtakanna.

Hér má finna upplýsingar um hlaupið og styrkja þessa einstaklinga

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323