SEM logo

SEM logo

SEM logo

306af

Húsið var byggt fyrir um 30 árum og því tími kominn á að endurnýja íbúðirnar að innan í samræmi við kröfur nútímans um aðgengi og útlit. Íbúðirnar voru byggðar á mjög ódýran máta og farið er að sjá verulega á ýmsu vegna aldurs og ágangs. Einnig hafa ýmis atriði er varða aðgengi fólks í hjólastólum verið til vandræða fyrir íbúa sem komið hafi í ljós með árunum. Baðherbergið var tekið alveg í gegn, skipt var um alla skápa og eldhúsinnréttingu, hurðum skipt út fyrir rennihurðir, skipt var um allt gólfefni, íbúðin skipulögð upp á nýtt til að nýta rýmið betur, ásamt ýmsu öðru. Íbúðina fengu Fannar Freyr Þorbergsson og unnusta hans Kristjana Kristjánsdóttir. Fannar hlaut hálsmænuskaða fyrir um ári síðan og mun íbúðin eflaust reynast þeim vel. Afar mikilvægt er að fólk sem lendir í óvæntum áföllum líkt og að skaddast á mænu hafi aðgang að íbúðum sem henta þeim strax að endurhæfingu lokinni. SEM-húsið gegnir því hlutverki en mjög algengt að mænuskaddaðir einstaklingar nýti sér það sem stökkpall út í lífið.

 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306a
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323