SEM logo

SEM logo

SEM logo

 

Í gær, miðvikudaginn 20. nóvember, tók Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna við ómetanlegri gjöf að upphæð 4.050.000 frá stúkum innan Oddfellow í tilefni 200 ára afmælis reglunnar. Stúkurnar sem lögðu gjöfina til eru: Hallveig, Þorkell máni, Þorfinnur karlsefni, Sigríður, Þorgerður og Þorbjörg.

SEM samtökin þakkar öllu því góðhjarta fólki sem starfar innan þessara stúkna kærlega stuðninginn.

Gjöfin gerir SEM kleift að standa undir nauðsynlegu viðhaldi á íbúðum á Sléttuvegi 3, sem í flestum tilfellum eru í slæmu ástandi vegna aldurs og ágangs.

Á meðfylgjandi mynd tekur Arnar Helgi við gjöfinni úr hendi tveggja fulltrúa Oddfellow.

Fróðleiksfúsum er bent á heimasíðu Oddfellow, en þar má til dæmis fræðast um hvað Oddfellow stendur fyrir, regludeildir og söguágrip. Auk þess má fræðast um fjölmörg mannúðarmál sem Oddfellow hefur beitt sér fyrir á síðustu áratugum.

Sjá: https://www.oddfellow.is/is

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323