SEM logo

SEM logo

SEM logo

Nei, við erum ekki ein á báti. Á netinu má finna fjöldamörg félög með vefsíður með margs kyns upplýsingum. Kíkjum fyrst á norræn félög mænuskaddaðra sem mynda saman félagið NORR (Nordiska ryggmärgsskaderådet):

 

  • SEM  Íslandi, www.sem.is (Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra)
  • LARS Noregi, www.lars.no (Landsforeningen for ryggmargsskadde). Tímarit á vefsíðu.
  • RTP  Svíþjóð, www.rtp.se (Riksförbundet för Trafik- och Polioskadade)
  • RYK  Danmörku, www.ryk.dk (Rygmarvsskadade i Danmark). Tímarit á vefsíðu.
  • PTU  Danmörku, www.ptu.dk (Landsforeningen for Polio-, Trafik- og Ulykkesskadade)
  • S..... Finnlandi, www.selkaydinvamma.fi (Spinal cord injury committee)
  • Akson Finnlandi, www.aksonry.fi (The Finnish association of spinal cord injured)

 

Stjórnarfundir í NORR eru haldnir a.m.k. einu sinni á ári. Fundirnir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum. Annað hvert ár eru þeir haldnir í tengslum við ráðstefnur Félags norrænna meðferðaraðila um mænuskaða (Nordic Spinal Cord Society) sem eru einmitt haldnar annaðhvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Stjórnarmönnum NORR er heimil þátttaka í þessum ráðstefnum og eiga þannig möguleika á að upplýsa síðan félagsmenn sína um helstu nýjungar í meðferð og umönnun mænuskaddaðra. Einnig er til Evrópufélag mænuskaddaðra, ESCIF, European spinal cord injury federation, www.escif.org. Svo má benda á sænsku endurhæfingarstofnunina Spinalis, www.spinalis.se sem gefur út tímaritið Kick.

 

Þeir sem vilja skoða alþjóðlegar vefsíður með læknisfræðilegum atriðum í greiningu og meðferð mænuskaða geta gúglað spinal cord injury (skammstafað SCI), sjá t.d. Wikipedia. Norrænt félag lækna, sjúkraþjálfara og annarra meðferðaraðila um mænuskaða heitir NoSCos, Nordic spinal cord society, www.noscos.org og alþjóðafélag meðferðaraðila er ISCoS, International spinal cord society, www.iscos.org.uk.   Á dönsku vefsíðunni ryk.dk er hægt að sjá lista yfir fjöldamargar danskar og alþjóðlegar vefsíður (Links/Eksterne links/Nyttige links).

 

Þeir sem hafa áhuga á íþróttum fatlaðra ættu t.d. að gúgla wheelchair racing, wheelchair basketball eða disability classification in table tennis.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323