SEM logo

SEM logo

SEM logo

Ég var að hlusta á útvarpið þar sem ég heyrði viðtal við Svan Guðmundssson formann félags Leigumiðlara og ég ætlaði ekki að trúa því sem ég heyrði. Svanur heldur því fram í þessu viðtali að t.d aðgengi hjólastóla í fjölbýlishúsum og blokkum sé að halda uppi byggingarkostnaði hér á landi og svo hæðist hann að því að hjólastólar þurfi að mætast á göngum fjölbýlishúsa og að þetta væri bara lúxus sem við höfðum ekki efni á. Með þessum litla fróðleiksmola Svans, sem er með öllu rangur er hann að gera lítið úr þeirri áratuga baráttu um aðgengi hjólastólanotenda . Margar skýrslur og greinagerðar eftir mun beittara fólk en Svan hafa bent á að ef aðgengi fyri hjólastól er haft með í för frá upphafi hönnunar fjölbýlishúsa, þá eykst byggingarkostnaðurinn varla um krónu eða óverulega. Og bara svona til að benda Svani á, að þá er meðal hjólastóll um 70cm á breidd og til þess að mætast þarf þá 150 cm. Hvað skildi vera langt síðan að það hefur verið byggt fjölbýlishús með mjórri gangi en það? Fólk sem er að koma í viðtöl á opinberum vettvangi ætti svo að hafa snefil af vitneskju um hvað það er að tala.

Virðingafilst

Arnar Helgi Lárusson

Formaður SEM

 

Hér má hlusta á brot úr viðtalinu: 

{play}http://www.sem.is/images/hb.mp3{/play}

 

Hægt er að nálgast viðtalið í heild sinni hér

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323