Tveir SEM-félagar unnu það afrek að ljúka heilu maraþoni (42,195 km) í Reykjavíkurmaraþoninu 2013. Arna Sigríður Albertsdóttir var í handknúnum þriggja hjóla stól með keðjudrifi og lauk keppni á tímanum 2:35:55 (2 klst, 35 mín og 55 sek) en Arnar Helgi Lárusson var á þriggja hjóla keppnisstól með drifhringjum og fór á tímanum 2:56:15. Í fyrra fór Arnar Helgi heilt maraþon á venjulegum handknúnum hjólastól með drifhringjum og fór þá á tímanum 5:08:28.
Að ég best veit var það í fyrsta skipti sem mænuskaddaður Íslendingur fór í heilt maraþon. Áður hafði nafni minn Jón Heimir Sigurðsson (lést 2008) farið í hálft maraþon á þriggja hjóla stól (venjulegum hjólastól með einu framhjóli).
Jón Sigurðsson