SEM logo

SEM logo

SEM logo

IMG 1323

Haldinn var félagsfundur mánudaginn 4. nóvember 2013. Þetta er fyrsti félagsfundurinn sem ný stjórn heldur og er það áhugavert hversu vel mætt var á fundinn. Á fundinum kynnti stjórnin þau verkefni sem hún hefur unnið að það sem af er hausti. Þar má meðal annars nefna Grensásverkefnið, líkamsræktarstyrkir, úttekt á sumarbústað og kynning á lagarbreytingum. Einnig komu gestir með kynningu á vefsíðunni www.accessiceland.is og svo var rætt um framkvæmdir á SEM húsinu sem eru komnar á fullt skrið.

1. Fundur settur.

2. Líkamsræktar styrkir kynntir.

3. Kynning á Grensásverkefni.

4. Kynning á „Gott aðgengi / Access Iceland"

5. Framtíð Litla Skyggnis; sumarbústaður SEM.

6. Kynning á lagabreytingum SEM.

7. Hver er framtíð SEM innan ÖBÍ og hvað viljum við að SEM geri fyrir okkur.

8. Framkvæmdir að Sléttuvegi 3, Jón Eiríks formaður H-SEM fór yfir stöðu mála.

9. Fundi slitið.

1. Fundur settur.

Formaður SEM setti félagsfund kl 20:00. Formaður áréttar að fundur var boðaður með meira en viku fyrirvara. Mættir eru 20 manns. Formaður stingur upp á að hann stjórni fundinum og að Jóhann Rúnar riti fundinn, og var það samþykkt.

2. Líkamsræktar styrkir kynntir.

Formaður kynnti íþrótta- og líkamsræktar styrk fyrir félagsmönnum. Félagsmenn tóku mjög vel í verkefnið og var þeim bent á að kynna sér reglur á heimasíðu www.sem.is og einnig er hægt að prenta út umsókn þar, fylla út og koma með á skrifstofu SEM.

3. Kynning á Grensásverkefni.

Jóhann og Arnar fóru á fund með mænuskaðateyminu á Grensás 15.október kl.12:15. Mænuskaðateymið á Grensás tók mjög vel í málefnið og eru öll af vilja gerð til að láta verkefnið ganga upp. Í stórum dráttum gengur verkefnið út á að vera til staðar fyrir nýlega mænuskaða og einnig vera til staðar og ræða málin hjá þeim sem koma í eftirfylgni mænuskaðateimisins. Fundarmenn tóku mjög vel í verkefnið.

4. Kynning á „Gott aðgengi/Access Iceland".

Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Aðalbjörg Guðgeirsdóttir komu á fundinn og kynntu gott aðgengi eða www.accessiceland.is "Gott aðgengi / Access Iceland" er upplýsinga- og þjónustuvefur sem byggir á 7 flokka merkjakerfi (hjólastólanotendur, göngu og handskertir, sjónskertir, heyrnaskertir, astmi og ofnæmi, þroskahömlun og lestrarörðuleikar) og skráningu á aðgengi að:

•mannvirkjum, innan- og utandyra

•náttúruperlum

•þjónustu

Fundarmenn voru mjög áhugasamir um gott málefni og ætla að nýta sér þjónustuna og segja öðrum frá flottu framtaki.

5. Framtíð Litla Skyggnis; sumarbústaður SEM.

Samantekt og glærur kynntar af vettvangsferð í Litla Skyggni 6.okt 2013.

Fundarmenn voru allir sammála að úrbóta væri þörf. Handa upprétting fór fram um hvort félagsmenn vilji yfir höfuð eiga bústað; allir sem einn réttu upp hönd og vilja eiga bústað til afnota. Stjórn SEM fær umboð fundarins að finna farsælustu lausnina og þá með nýjann bústað í huga á sama stað eða í nálægð við núverandi stað. Bergur Þorri og Guðmundur Magnússon tóku til máls og lýstu skoðunum sínum á hve frábær staðsetning Litla Skyggnis væri og óskuðu þess að staðsettning héldi sér. Glærur fylgja fundargerð.

6. Kynning á lagabreytingum SEM.

Rúnar og Hákon kynntu breytingar á reglugerð félagsins, félagsmenn tóku vel í breytingarnar. Núverandi samþykktir fylgja fundargerð og einnig tillaga að breytingum, póstur á e-maili verður sendur til félagsmanna svo fólk geti kynnt sér þær betur fyrir aðalfund 2014.

7. Hver er framtíð SEM innan ÖBÍ og hvað viljum við að SEM geri fyrir okkur.

Spurningin er hvort að ÖBÍ sé orðið og stórt fyrir SEM og okkar málefni gleymast? Eigum við að draga okkur út og tala við önnur félög sem eru í svipuðum hugleiðingum? Félagsmenn tjáðu sig og umræðan varð góð.

• Guðmundur Magnússon telur að stjórn ÖBÍ eigi að hafa líkamlega fatlaðan einstakling innanborðs.

• Bergur þakkar gott viðtal Arnars í ÖBÍ blaðinu og skorar á fólk að lesa það.

• Danival vill flokkaskiptingu innan ÖBÍ þar sem SEM gæti komið sínum málum betur að.

• Bergur segir að menntun skili sér margafalt og skorar á SEM að beita sér í stuðningi til menntunar félagsmanna.

• Rúnar vill færa réttindabaráttu til aðildafélaga ÖBÍ í miklu meira mæli og vitnar í vinnufund er hann fór á hjá ÖBÍ.

8. Framkvæmdir að Sléttuvegi. 3 Jón Eiríks formaður H-SEM fór yfir stöðu mála.

Jón fór yfir framkvæmdir að Sléttuvegi 3 og tjáði fundarmönnum að allt væri að komast á fullt, byrjað er að rífa klæðningu af húsi, verktökum bent á að byrja ekki alls staðar í einu heldur klára hvert svæði fyrir sig, verktaki tók vel í ábendingar. Arnar Geir spurði af hverju það ætti að loka svölum með gleri? Jón svarar að viðhaldaskostnaður í framtíðinni verði minni og minni möguleiki á vatnsskemdum hljótist. Að öðru leiti eru framkvæmdir í góðum farvegi og verklok eru fyrirhuguð í apríl 2014.

9. Fundi slitið.

Formaður þakkaði góða mætingu og góðan fund.

Formaður sleit fundi kl. 22:17

 

Skjöl:

Félagsfundur-fundargerð-SEM-04-11-2013.pdf

Litli-Skyggnir-við-Úthlíð-úttekt.pdf

samþykktir-tillögur.pdf

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323