SEM logo

SEM logo

SEM logo

Óskað er eftir sex þátttakendum í rannsókn á upplifun og reynslu einstaklinga með mænuskaða af breytingum á daglegri iðju í kjölfar skaðans. Rannsókn þessi er hluti af lokaverkefni nemenda í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri vorið 2014. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn og leitað er eftir þátttöku einstaklinga á aldrinum 25-55 ára sem hlutu alskaða (e. complete) á brjósthrygg (e.thoracic) eða lendarhrygg (e.lumbar ) fyrir a.m.k. 3 árum.

Viðtölin taka um klukkustund og fara fram á þeim stað sem viðmælendur óska. Þau verða hljóðrituð og upptökum eytt eftir að hafa verið afrituð orðrétt. Í afrituninni er nöfnum og staðarháttum breytt svo ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í viðtölunum, verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað á meðan rannsókn stendur. Frumgögnum, ljósritum, hljóðupptökum og tölvugögnum verður eytt að rannsókn lokinni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða allar ópersónugreinanlegar.

Tekið skal fram að þátttakendum er ekki skylt að taka þátt í rannsókninni og geta hætt án útskýringa hvenær sem er. Þeir sem eru tilbúnir til að taka þátt í rannsókninni hafi samband við undirritaða nemendur.

Með von um góðar undirtektir

4. árs nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Nína Jensen
Sími: 693-6434
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þórunn Sif Héðinsdóttir
Sími: 848-8349
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ábyrgðarmaður rannsóknar er:
Kristjana Fenger, lektor á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Sími:861-3763, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323