SEM logo

SEM logo

SEM logo

10676114 633656573414984 1480228714127648731 nEitt af aðalmálum SEM að undanförnu hefur verið að tryggja betra aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu. Nýverið átti sér stað jákvæð þróun í þeim málum. Formaður SEM, Arnar Helgi Lárusson, formaður MND – félags Íslands, Guðjón Sigurðsson og varaformaður Sjálfsbjargar, Bergur Þorri Benjamínsson, áttu fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis miðvikudaginn 22. apríl. Tilgangurinn var að hvetja þingmenn til að útbúa þingsályktunartillögu um bætt aðgengi í samfélaginu.

Bygginareglugerðir um aðgengi hefur verið til staðar frá 1979 en vandamálið hefur verið skortur á eftirliti með því. Það hefur því þýtt að aðgengi fyrir hjólastóla er verulega ábótavant en flest húsnæði á Íslandi eru óaðgengileg fyrir þennan hóp. Á fundinum var lagt fram að sett yrði á eftirlit með aðgengi líkt og er gert með eldvarnareftirlit og heilbrigðiseftirlit til að tryggja að farið væri eftir þessum lögum.

Samkvæmt Arnari Helga sýndi nefndin einróma áhuga á því að fara yfir málið í heild sinni og leggja málið fram á Alþingi. Arnar kvaðst bjartsýnn á að hægt væri að leggja fram þingsályktunartillögu með haustinu. „Ef þetta næst fram er það stærsta réttindabarátta sem fatlaðir einstaklingar hafa unnið í 40 ár," sagði hann í samtali við mbl.is. „Ég er í skýjunum yfir þessu og endalaust þakklátur fyrir að hafa fengið að hitta nefndina. Þetta er mikill sigur."

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sagði í samtali við mbl.is að nefndin væri að velta fyrir sér hvaða leiðir væru bestar, hvort sem að úr verði þingsályktunartillaga eða einhvers konar lagabreyting. Það liggi þó fyrir að mikill vilji er hjá nefndinni að vinna hratt og örugglega að málinu.

Um sjö þúsund einstaklingar eru háðir hjólastól á Íslandi. Slæmt aðgengi þýðir að margir þeirra missa tengsl við vini, fjölskyldu, vinnumarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Það útilokar fólk frá þátttöku í samfélaginu á jafneinföldum hlutum eins og að geta farið í fermingarveislu eða tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi barna sinna.

Gott aðgengi sem víðast í samfélaginu auðveldar fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu og eykur sjálfsvirðingu þeirra. Það stríðir gegn stjórnarskrá Íslands og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að þegar verið er að mismuna einstaklingum á grundvelli fötlunar með því að tryggja ekki aðgengi þeirra að samfélaginu.

Sjá frétt á mbl

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323