SEM logo

SEM logo

SEM logo

403x213Í ljósi þess afhroðs sem ÖBÍ hefur orðið fyrir í undirskrifasöfnun um að löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, undirskriftasöfnunin er búin að taka marga mánuði og hefur sennilega kostað margar milljónir í að kynna. Er vert að velta ákveðnum spurningum fram.

Hvað segir það okkur þegar að regnhlífasamtök sem telja yfir 30 þúsund manns, fá aðeins 17 þúsund undirskriftir á landsvísu eftir margra mánaða herferð í söfnun undiskrifta. T.d. það að mjög líklega er aðeins lítill hluti þeirra sem eru innan ÖBÍ tilbúnir að samþykkja samninginn, við verðum að gefa okkur það að alla vega helmingur þeirra sem skrifar undir, séu ekki í ÖBÍ.

Væru 30 þúsund manns aðilar að ÖBÍ ef það væru ekki að koma ríflega 400 milljónir inn til ÖBÍ á ári frá Lottó og því skipt niður eftir fjölda félaga og svo eftir félagatali þeirra?

Er í raun hægt að tala um minnihluta félag þegar það er verið að tala um ein stærstu félagasamtök Íslands, sem 9% þjóðarinnar er aðili að?

Væri ekki eðlilegra að þessum fjármunum væri skipt beint niður á þá sem þurfa á að halda og sleppa þessum afætum sem eru oft með margföld laun öryrkja, sem veldur því að þessar 400 milljónir enda í ekki nema 200 milljónum til þeirra sem þurfa á að halda.

Væri ekki eðlilegra að nota þessa fjármuni í að borga fyrir námsgögn fyrir þá sem fá ekki sömu námsmöguleika og aðrir vegna fötlunar, eða til þess að tryggja það að skólar landsins séu aðgengilegir öllum?

Væri ekki bara það besta sem gæti komið fyrir ÖBí að Lottó-hluturinn færi burt og þá yrði að öllum líkindum eftir það fólk sem tilbúið væri að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Er félagafjöldi ÖBÍ raunverurlegur? Eða eru þetta sömu aðilar í mörgum félögum til þess að ná félagafjöldanum upp, svo félögin hafi meira vægi innan ÖBÍ og geta þess vegna fengið hærri styrki.

Hvar er þessi samstaða sem formaður ÖBÍ talar um í grein sem hún lét vinna fyrir sig og er birt í Fréttablaðinu,? Þar er allt látið líta út eins og allt sé í blóma og himna lagi.

Er formaður ÖBÍ ekki bara að nota ÖBÍ sem stökkpall til sinnar pólitísku framtíðar?

Stjórn SEM ályktar svo, að það sé mikil óánægja við vinnubrögð stjórnar ÖBÍ og telur að fólk með raunverulegar fatlanir sé óánægt með störf samtakana.

Er ekki ÖBÍ bara orðið svo klofið að það nær aldrei árangri vegna endalauss ágreinings inn á við?

 

Stjórn SEM samtakana

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323