SEM logo

SEM logo

SEM logo

Ágætu SEMarar, SEM samtökin hafa fest kaup á nýrri orlofsíbúð á Akureyri sem er í byggingu núna og verður að öllum líkindum afhent í júní 2016. Í framhaldi af sölu Litla Skyggnis í Úthlíð í febrúar/mars árið 2015 var farin sú leið að skoða eignir norður á Akureyri með samþykki aðalfundar SEM 2015. Hluti af stjórn SEM fór norður í okt/nóv 2015 að skoða nokkrar eignir og á endanum var tekin ákvörðun að festa kaup á Kjarnagötu 41 íbúð 202. Íbúð þessi er 102 fm. og með 4 herbergjum. Verðmiðinn á þessari eign er um 28,4 millj. króna plús/mínus kostnaður vegna breytinga. Íbúð þessi er á annari hæð í sameign með 8 öðrum íbúðum. Aðgengi og viðvera okkar á að vera með besta móti þar sem við komumst inn í kaup á íbúð fljótlega eftir að eign varð fokheld. Stjórn SEM vonar að allt verði klárt til útleigu til félagsmanna um mitt sumar 2016, en það verður auglýst um leið og við verðum klár.

Sjá myndir sem teknar voru 27. janúar 2016.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér á vef byggingaverktakans
Stjórn SEM

Kjarnagata 41

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323