SEM logo

SEM logo

SEM logo

Orlofsíbúð Okkur er sönn ánægja að kynna orlofsíbúð SEM samtakanna á Akureyri. Íbúðin er til útleigu fyrir félagsmenn og almenning allt árið um kring. Félagsmenn fá forgang yfir sumarið og verður ferlið auglýst á næstunni.

Nokkur ár eru liðin frá því að ákveðið var að selja sumarbústað samtakanna vegna íþyngjandi viðhalds og auk þess sem hann var ekki nógu hentugur fyrir fólk í fyrirferðarmiklum hjólastólum og óaðgengilegur í snjó.

Margir félagsmenn hafa beðið spenntir eftir nýju orlofshúsi og við vonumst til að sem flestir nýti sér það.

Um er að ræða glæsilega og rúmgóða íbúð með fjórum svefnherbergjum í nýrri byggingu þar sem allt að 9 manns geta gist. Íbúðin er útbúin með aðgengi í huga fyrir hjólastólanotendur. Má nefna að hún er aðgengileg með hurðaopnara og lyftari er á staðnum.

Aðrar upplýsingar um íbúðina má nálgast á www.orlof.sem.is

þroskuldur

Stefndu, Reykjanesbær og Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf, eru sýknuð af kröfum stefnda, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra og Arnars Helga Lárussonar. Málskostnaður fellur niður.

Nú þegar dómur í Héraðsdómi Reykjaness hefur verið kveðinn upp í aðgengismáli gegn Reykjanesbæ og Fasteign þar sem SEM samtökin og ég, Arnar Helgi Lárusson voru stefnendur er vert að spyrja sig hvað er að í þessu samfélagi?

Vonandi mun þetta aðgengisvandamál breytast, en vonin er samt ekki meiri en sú von um að ég muni ganga á ný án hjálpartækja, eða er það von eða fjarlægur draumur? Er það kannski bara draumur að við sem erum hreyfihömluð fáum það sama frá samfélaginu og aðrir, ekkert meira heldur bara það sama? Nú halda sjálfsagt margir að ég sé eitthvað að fara framúr mér og eigi nú bara að vera þakklátur fyrir allar þær lyftur sem hafa verið settar upp fyrir okkur og allar þær skábrautir og allt það sem hefur verið gert til þess að bæta aðgengi sem hefur kostað samfélagið stór fé. Þó svo að stór hluti þeirra lyfta, skábrauta og þröskulda sé ekki nothæft fyrir hreyfihamlaða nema með aðstoð. Ég á nú aldeilis að vera þakklátur fyrir það að fá að fara inn um sama inngang og aðrir og fá að fara í lyftu til þess að hitta kennara barna minna, en ég á ekkert að þurfa að vera þakklátur fyrir það, þetta á bara að vera sjálfsagður hlutur. Það er ekki krafa okkar sem erum hreyfihömluð að allt sé á pöllum, stöllum og hæðum, það er eitthvað sem arkitektar og eigendur fasteigna velja og þá verða þeir náttúrulega að taka og bera þá ábyrgð um að allt sé aðgengilegt. Alveg frá árinu 1979 hefur það verið alveg skýrt í lögum þessa lands að við byggingu og breytingu fasteigna að það beri að fara eftir byggingarreglugerðum, það hefur hinsvegar ekki verið gert í yfir 90% bygginga síðan þá og þar sem það hefur verið gert hefur það verið gert með algjörlegum ásetningi, því það byggir enginn óvart aðgengilegt húsnæði, það þarf að leggja sig fram við það.

lesa meira...

Orlofsíbúð
Kæru SEMarar, standsettning orlofsíbúðar SEM samtakana á Akureyri er nánast lokið.

Íbúðin að Kjarnagötu 41 verður að öllum líkindum klár til útleigu strax eftir áramót fyrir félagsmenn SEM, félagsmenn geta pantað tímabil á netinu (fyrstur pantar fyrstur fær). Á heimasíðu sem.is verður fljótlega settur hnappur með heitinu orlofsvefur SEM. Sumarleiga og páskar verða með úthlutunar fyrirkomulagi og á svipaðan hátt og Litli Skyggnir var með, verður tilkynnt félagsmönnum með pósti. Sumartímabil fyrir árið 2017 er frá 26.maí – 25.ágúst.

Íbúðin er mjög vel útbúin með svefnplási fyrir 9 manns, í íbúðinni er ferðalyftari sem hægt er að rúlla á milli herbergja (Fólk verður að koma með seglið sitt með sér), Wc/sturtustóll er einnig til taks. Þvottavél og þurkari eru inn á baði,Innréttingar eru hjólastólafærar hvað varðar að elda, vaska upp og snyrta sig.

Íbúðin verður leigð út með þrifum.

Kveðja, stjórn SEM

Skoða myndaalbúm...

samkaup logo

SEM samtökin þakka Samkaupum hf. kærlega fyrir stuðninginn við standsetningu á orlofsíbúð samtakanna á Akureyri. Samkaup studdi samtökin rausnarlegar með kaupum á tækjum og tólum í íbúðina. Orlofsíbúð SEM er sérútbúin þannig að fólk sem notast við hjólastól eigi auðvelt með að athafna sig.

 

15440342 1391535837546698 4004232286124618823 o

Síðastliðinn föstudag söfnuðu viðskiptavinir Olís einni og hálfri milljón króna fyrir SEM í átaki Olís GEFUM & GLEÐJUM. Hér sjáum við Jón Ólaf Halldórsson forstjóra Olís afhenda Arnari Helga Lárussyni formanni SEM afraksturinn. Við erum í skýjunum yfir viðbrögðum ykkar og þökkum ykkur og Olís innilega fyrir.

Olíu­verzl­un Íslands legg­ur góðum mál­efn­um lið næstu vik­urn­ar með verk­efn­inu Gef­um & gleðjum. Næstu þrjá föstu­daga munu 5 krón­ur af hverj­um seld­um eldsneyt­is­lítra hjá Olís og ÓB renna til Stíga­móta, Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna og Sam­taka end­ur­hæfðra mænu­skaddaðra. Á milli jóla- og ný­árs mun síðan Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg njóta góðs af verk­efn­inu með sama hætti og í fyrra.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Olís. Þar er vitnað í Sig­ríði Hrefnu Hrafn­kels­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra smá­sölu­sviðs hjá Olís sem seg­ir fyr­ir­tækið telja það sína sam­fé­lags­legu skyldu að leggja góðum mál­efn­um lið.

„Olís hef­ur und­an­far­in ár styrkt með mynd­ar­leg­um hætti fjöl­mörg verk­efni sem áhrif hafa haft á sam­fé­lagið okk­ar hvort held­ur sem um ræðir fé­laga­sam­tök eða íþrótta­fé­lög og því vilj­um við halda áfram. Með því að dæla eldsneyti næstu föstu­daga á Olís eða ÓB stöðvum geta lands­menn all­ir lagt sitt af mörk­um til að styðja við þessi fé­lög. Við vilj­um með þessu verk­efni sýna að fyr­ir­tæki geta lagt sitt af mörk­um og hvetj­um við önn­ur fyr­ir­tæki til að gera slíkt hið sama," er haft eft­ir Sig­ríði.

Þetta er annað árið í röð sem Olís legg­ur góðum mál­efn­um lið með verk­efn­inu Gef­um & gleðjum en á síðasta ári nutu Styrkt­ar­fé­lag barna með ein­hverfu, Mæðra­styrksnefnd, Neist­inn, Styrkt­ar­fé­lag hjartveikra barna, Geðhjálp og Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg góðs af verk­efn­inu en þá söfnuðust yfir 10 millj­ón­ir króna fyr­ir fé­lög­in.

Sig­urður K. Páls­son, markaðsstjóri Olís, Gréta Ingþórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SKB, Arn­ar Helgi Lárus­son, formaður SEM sam­tak­anna, Kar­en Linda Ei­ríks­dótt­ir, ráðgjafi hjá Stíga­mót­um, Gunn­ar Stef­áns­son, skrif­stofu­stjóri Lands­bjarg­ar, og Sig­ríður Hrefna Hrafn­kels­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri smá­sölu­sviðs hjá Olís.

Aðalfundur SEM og H-SEM verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl 19:00 í salnum í SEM húsinu að Sléttuvegi 3.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins.

a) Skýrsla stjórnar SEM um störf félagsins á liðnu starfsári.
b) Skýrsla stjórnar H-SEM.
c) Skýrslur annarra nefnda eða fulltrúa félagsins.
d) Endurskoðaðir reikningar félagsins.
e) Reikningar H-SEM lagðir fram til kynningar.
f) Árgjald félagsins ákveðið.
g) Lagabreytingar.
h) Kosning stjórnarmanna fyrir þá sem lokið hafa setu í stjórn.
i) Kosning fulltrúa í H-SEM fyrir þá sem lokið hafa kjörtímabili.
j) Kosning fulltrúa í aðastjórn ÖBÍ og 2 varamenn.
k) Kosning í fulltrúaráð ÖBÍ: 2 fulltrúar og 2 til vara.
l) Kosning endurskoðenda.
m) Kosning í orlofshúsanefnd.
n) Kosning fjáröflunarnefndar.
o) Kosning ritnefndar.
p) Kosning annara nefnda.
q) Önnur mál.
r) Starfstilhögun nýkjörinnar stjórnar.

Í ár á samkvæmt samþykktum SEM og HSEM að kjósa:

  • Í stjórn SEM, formann, ritara, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.
  • Í stjórn H-SEM, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn

Við hvetjum alla nýja og eldri félagsmenn til þess að bjóða sig fram í stjórnir og nefndir, til að koma inn með ferskar og nýjar hugmyndir og halda áfram að bæta félagið.

 

Bestu kveðjur,
Stjórnin

1235536 10153190524875217 120761817 nSEM hefur undanfarin ár fengið styrki frá hjólreiðafélaginu Hjólamenn. Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum. Félagið Hjólamenn heldur árlega viðburð sem kallast Jökulmílan þar sem hjólað er í einn hring meðfram strandlengju Snæfellsness og er þessi styrkur hluti af skráningargjaldi viðburðarins.

Styrkurinn frá þeim þetta árið (2015) hljóðar upp á 75.500 kr og er ætlaður til þess að styrkja félagsmenn SEM við hjólaiðkun.

Stjórn SEM samtakanna óskar eftir umsóknum um styrki og mun ákveða hvernig fjármagninu verður varið út frá þeim umsóknum sem berast. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl 2016.

Sækja um

Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M.
Útdráttur 24.feb 2016

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í happdrættinu innilega fyrir stuðninginn

Skoða vinninga

Ágætu SEMarar, SEM samtökin hafa fest kaup á nýrri orlofsíbúð á Akureyri sem er í byggingu núna og verður að öllum líkindum afhent í júní 2016. Í framhaldi af sölu Litla Skyggnis í Úthlíð í febrúar/mars árið 2015 var farin sú leið að skoða eignir norður á Akureyri með samþykki aðalfundar SEM 2015. Hluti af stjórn SEM fór norður í okt/nóv 2015 að skoða nokkrar eignir og á endanum var tekin ákvörðun að festa kaup á Kjarnagötu 41 íbúð 202. Íbúð þessi er 102 fm. og með 4 herbergjum. Verðmiðinn á þessari eign er um 28,4 millj. króna plús/mínus kostnaður vegna breytinga. Íbúð þessi er á annari hæð í sameign með 8 öðrum íbúðum. Aðgengi og viðvera okkar á að vera með besta móti þar sem við komumst inn í kaup á íbúð fljótlega eftir að eign varð fokheld. Stjórn SEM vonar að allt verði klárt til útleigu til félagsmanna um mitt sumar 2016, en það verður auglýst um leið og við verðum klár.

Sjá myndir sem teknar voru 27. janúar 2016.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér á vef byggingaverktakans
Stjórn SEM

Kjarnagata 41

Stjórn SEM (samtök endurhæfðra mænuskaddaðra) skorar á stjórnarandstöðuna í breytingartillögu sinni til fjárlagafrumvarpsins að bæta líf skyn- og hreyfihamlaðra.

Líkt og það að stjórnarandstaðan hefur sett sér það markmið að bæta kjör ellilífeyris- og örorkuþega um 5305 milljónir viljum við að jafnræðis verði gætt og þeir sem eru skyn- og hreyfihamlaðir fái að búa við sömu réttindi og aðrir, og óskum við þess vegna eftir því að 5305 milljónir verði settar í það að bæta líf skyn- og hreyfihamlaðra til jafns við aðra. Fólk með skyn- og hreyfihamlanir hefur setið eftir á sviði mannréttinda og jafnræðis. Til að mynda er manneskja með skyn- og hreyfihömlun með miklu hærri framfæslukostnað vegna þjónustu- og aðgengisleysis í samfélaginu og stór hluti tekna þeirra fer í það borga í hjálpartækjum, túlkum og nauðsynjavörum sem fylgja skyn- og hreyfihömlun.

Stjórn SEM

arnarhKjarabætur fyrir fólk með skyn- og hreyfihömlun myndi lítið sem ekkert bæta lífsgæði okkar miðað við aðrar hindranir sem standa okkur í vegi.

Það sem bætir lífsgæði okkar er geta verið þátttakandi í samfélaginu, geta tjáð sig og hlýtt á aðra.

Samfélagsleg einangrun er ekki hægt að bæta upp með krónum og aurum, því skora ég á þá þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar sem vilja gera fötluðu fólki lífið eitthvað einfaldara að tryggja okkur aðgang að túlkum, aðgengi að byggingum og aðstoð innan sem utan heimilis. Það er einmitt á svona dögum sem við erum algjörlega einangruð frá samfélaginu vegna hörmulegrar þjónustu hjá bæði ríki og sveitarfélögum við skyn- og hreyfihamlaða og þurfum við oftar en ekki að húka heima hjá okkur vegna þess að við fáum ekki nauðsynlega þjónustu við mokstur eða leiðsögn milli staða og umhverfið er okkur orðið hættulegt.

Það að vera skyn- og hreyfihamlaður hefur verulega aukinn kostnað í för með sér sem oft er ekki rætt um. Hafa ber í huga að þessi hópur er ekki allur á örorkubótum og margir þurfa þess vegna að koma sér til og frá vinnu sem verður oft til þess að þegar búið er að borga verktakanum fyrir að moka innkeyrsluna hjá sér eða skafa bílinn eða láta fylgja sér í vinnu og heim, þá er dagurinn kominn í mínus og þetta kallar maður mínusdaga. Á Íslandi eru margir mínusdagar og þeir verða til þess að fatlaður einstaklingur með skyn- og hreyfihömlun, sem er með fín laun er farinn að hafa minna en örorkubætur. Þar að auki þarf dýrara húsnæði sökum þess að það þarf að vera stærra vegna fötlunarinnar og greiða þar af leiðandi hærri fasteignargjöld sökum stærðar hússins, greiða fyrir þrif á heimilinu, greiða meiri bensínkostnað þar sem bíllinn sem sumir þurfa að nota myndu kallast rútur hjá öðrum. Einnig er oft þörf fyrir aukabíl þar sem það er ekki pláss fyrir restina af fjölskyldunni með í bílnum vegna aukabúnaðar. Auk þess þarf að greiða fyrir ýmsan aukabúnað og þau hjálpartæki og aðrar nauðsynjavörur vegna fötlunarinnar sem eru ekki alltaf að fullu niðurgreiddar af ríkinu. Tugir þúsunda í lyfja- og lækniskostnað, myndatökur og rannsóknir af ýmsum toga, þar sem skyn- og hreyfihamlaðir gera sér oftar en ekki grein fyrir því hvort þeir séu með flensu eða fársjúkir og liggja við dauðans dyr.

Ef það á að fara að tala um jafnrétti, þá verður að tala um jafnrétti alla leið. Það að vera lesblindur eða með athyglisbrest og/eða einhvern sjúkdóm sem hægt er að halda niðri með lyfjum getur ekki talist til jafns við það að vera með skyn- og/eða hreyfihömlun og það veit vel sá sem hér skrifar því þetta eru að eins og aukverkanir hjá mér, sem hægt er að lifa með.

Ég skora því hér með á stjórnvöld að skoða vel hvar þörfin er mest, hverjir eru með mestu skerðingarnar og halda frekar aukakostnaði niðri hjá því fólki, því það skiptir okkur minna máli ef við fáum einni krónu meira eða minna. Það skiptir okkur stórmáli hvort við greiðum tugi þúsunda í allskonar aukakostnað sem fylgir því að vera skyn- og hreyfihamlaður.

Kær kveðja Arnar Helgi
Formaður SEM samtakanna

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323