SEM logo

SEM logo

SEM logo

Húsnæðisfélag SEM (H-SEM) er stofnað 19. mars 1990. Markmið þess eru: 

    • Að byggja og reka félagslegt íbúðarhúsnæði sem taki tillit til sérþarfa hreyfihamlaðra, handa félögum SEM.
    • Safna, taka við og ráðstafa fé til byggingar og reksturs félagslegra íbúða, sameignar íbúðarhúsa og fyrir nauðsynlega aðstoð við íbúa eða aðra skylda þjónustustarfsemi.

Árið 1989 var ráðist í það stórvirki að byggja 20 íbúða blokk að Sléttuvegi 3 í Reykjavík.

Húsnæðisstofnun ríkisins veitti lán til 50 ára fyrir 90% af byggingaverði hverrar íbúðar, en 10% fjármagnaði SEM með fjársöfnun.

Fyrstu íbúar fluttu inn í júní 1991 þessi íbúðafjöldi svaraði þörfum SEM samtakanna við að koma félagsmönnum sínum í hentugt húsnæði. Árið 1995 var þörf á fleiri íbúðum og þá var farið útí að kaupa notaðar íbúðir á frjálsum markaði og breyta eldhúsi og baði þannig að það hentaði fyrir hreyfihamlaða. Til ársins 2001 voru þannig keyptar 11 íbúðir og aðlagaðar fyrir hreyfihamlaða. Í þessum íbúðum var 10% fjármagnað af framkvæmdarsjóði fatlaðra.

Frá 1995 til 2001 var hægt að byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk og fá 90% lánsfé á 1% vöxtum til 50 ára og 10% af stofnfé sem styrk en þá var Húsnæðisstofnun ríkisins og félagslega kerfið lagt niður og í staðinn kom Íbúðalánasjóður. Í dag er ekki möguleiki á því að fá þessi hagstæðu lán þannig að félag eins og H-SEM á engan möguleika á því að byggja eða kaupa notað húsnæði á þeim kjörum sem nú bjóðast til að fjármagna þann kostnað.

Viðhaldsbeiðni