SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

Happ2018

Sala happdrættismiða til styrktar SEM er nú í fullum gangi en miðinn kostar 2000 kr.

Handhafar miðanna sem verða dregnir út eiga von á glæsilegum vinningum, en fyrsti vinningur er sjálfskiptur Kia. Auk þess eru um 445 aðrir glæsilegir vinningar í pottinum. 

  • 2.-4. vinningur 3x ferðavinningar frá heimsferðum, hver að verðmæti 500.000kr.
  • 5.-7. vinningur 3x 40" curved UHD tölvuskjáir frá Tölvulistanum, hver að verðmæti 150.000kr
  • 8.-27. vinningur 20x fartölvur frá Tölvulistanum, hver að verðmæti 100.000kr.
  • 28.-352. vinningur 325 x ferðavinningar frá Heimsferðum, hver að verðmæti 50.000kr
  • 353.-372. vinningur 20x gjafabréf frá Tölvulistanum, hvert að verðmæti 50.000kr. 
  • 373.-446. vinningur 74x JBL Extreme Bluetooth hátalarar frá tölvulistanum, hver að verðmæti 35.000kr.

Þegar þú kaupir happdrættismiða SEM ertu að styrkja starfsemi félagsins, en hún felst meðal annars í því að veita einstaklingum sem hafa hlotið mænuskaða fræðslu, aðstoða við íbúðamál og styrkja ýmiss konar íþróttastarf sem hentar þeim. Sölumenn okkar eru nú á fullu að selja miða og einnig er hægt að greiða heimsenda miða með fylgjandi gíróseðli.

Dregið verður úr pottinum 24. Febrúar 2018, svo enn er möguleiki á að næla sér í miða og freista gæfunnar!

Aðalfundur SEM og H-SEM verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl 18:00 í salnum í SEM húsinu að Sléttuvegi 3.

Boðið verður upp á gúrme kótilettur að hætti Arnars formanns.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins.

a) Skýrsla stjórnar SEM um störf félagsins á liðnu starfsári.
b) Skýrsla stjórnar H-SEM.
c) Skýrslur annarra nefnda eða fulltrúa félagsins.
d) Endurskoðaðir reikningar félagsins.
e) Reikningar H-SEM lagðir fram til kynningar.
f) Árgjald félagsins ákveðið.
g) Lagabreytingar.
h) Kosning stjórnarmanna fyrir þá sem lokið hafa setu í stjórn.
i) Kosning fulltrúa í H-SEM fyrir þá sem lokið hafa kjörtímabili.
j) Kosning fulltrúa í aðastjórn ÖBÍ og 2 varamenn.
k) Kosning í fulltrúaráð ÖBÍ: 2 fulltrúar og 2 til vara.
l) Kosning endurskoðenda.
m) Kosning í orlofshúsanefnd.
n) Kosning fjáröflunarnefndar.
o) Kosning ritnefndar.
p) Kosning annara nefnda.
q) Önnur mál.
r) Starfstilhögun nýkjörinnar stjórnar.

 

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M.
Útdráttur 24.feb 2017

Búið er að draga út vinningstölur úr happdrætti H-SEM árið 2017.

Alls voru dregnir út vinningar að upphæð 33.680.497kr

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í happdrættinu innilega fyrir stuðninginn

Skoða vinninga

orlofshúsOpnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna um leigu orlofshússins yfir sumartíma 2017.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja um eina viku með allt að sex valmöguleikum fyrir tímabil. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi pdf skjali.
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 22. mars 2017 - Úthlutað verður þriðjudaginn 28. mars 2017 og tilkynnt með tölvupósti til viðkomandi.

Umsóknum er hægt að skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða koma með á skrifstofu SEM

smellið hér til að nálgast eyðublað

Dagskrá

18:00 – 18:30 Kynning á orlofs íbúð SEM á Akureyri. Fyrirkomulag, leigukostnaður, forgangur félagsmanna og fl.

18:30 – 19:00 Pizza, kaldur og gos, Kaffi og eitt sætt á eftir. 

19:00 – ??:?? Kynning á Hjólafærni á Íslandi (Hjólað óháð aldri)
Sesselja Traustadóttir.

19:?? - ??:?? Spjall

Með kærri kveðju
Stjórn SEM

Orlofsíbúð Okkur er sönn ánægja að kynna orlofsíbúð SEM samtakanna á Akureyri. Íbúðin er til útleigu fyrir félagsmenn og almenning allt árið um kring. Félagsmenn fá forgang yfir sumarið og verður ferlið auglýst á næstunni.

Nokkur ár eru liðin frá því að ákveðið var að selja sumarbústað samtakanna vegna íþyngjandi viðhalds og auk þess sem hann var ekki nógu hentugur fyrir fólk í fyrirferðarmiklum hjólastólum og óaðgengilegur í snjó.

Margir félagsmenn hafa beðið spenntir eftir nýju orlofshúsi og við vonumst til að sem flestir nýti sér það.

Um er að ræða glæsilega og rúmgóða íbúð með fjórum svefnherbergjum í nýrri byggingu þar sem allt að 9 manns geta gist. Íbúðin er útbúin með aðgengi í huga fyrir hjólastólanotendur. Má nefna að hún er aðgengileg með hurðaopnara og lyftari er á staðnum.

Aðrar upplýsingar um íbúðina má nálgast á www.orlof.sem.is

þroskuldur

Stefndu, Reykjanesbær og Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf, eru sýknuð af kröfum stefnda, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra og Arnars Helga Lárussonar. Málskostnaður fellur niður.

Nú þegar dómur í Héraðsdómi Reykjaness hefur verið kveðinn upp í aðgengismáli gegn Reykjanesbæ og Fasteign þar sem SEM samtökin og ég, Arnar Helgi Lárusson voru stefnendur er vert að spyrja sig hvað er að í þessu samfélagi?

Vonandi mun þetta aðgengisvandamál breytast, en vonin er samt ekki meiri en sú von um að ég muni ganga á ný án hjálpartækja, eða er það von eða fjarlægur draumur? Er það kannski bara draumur að við sem erum hreyfihömluð fáum það sama frá samfélaginu og aðrir, ekkert meira heldur bara það sama? Nú halda sjálfsagt margir að ég sé eitthvað að fara framúr mér og eigi nú bara að vera þakklátur fyrir allar þær lyftur sem hafa verið settar upp fyrir okkur og allar þær skábrautir og allt það sem hefur verið gert til þess að bæta aðgengi sem hefur kostað samfélagið stór fé. Þó svo að stór hluti þeirra lyfta, skábrauta og þröskulda sé ekki nothæft fyrir hreyfihamlaða nema með aðstoð. Ég á nú aldeilis að vera þakklátur fyrir það að fá að fara inn um sama inngang og aðrir og fá að fara í lyftu til þess að hitta kennara barna minna, en ég á ekkert að þurfa að vera þakklátur fyrir það, þetta á bara að vera sjálfsagður hlutur. Það er ekki krafa okkar sem erum hreyfihömluð að allt sé á pöllum, stöllum og hæðum, það er eitthvað sem arkitektar og eigendur fasteigna velja og þá verða þeir náttúrulega að taka og bera þá ábyrgð um að allt sé aðgengilegt. Alveg frá árinu 1979 hefur það verið alveg skýrt í lögum þessa lands að við byggingu og breytingu fasteigna að það beri að fara eftir byggingarreglugerðum, það hefur hinsvegar ekki verið gert í yfir 90% bygginga síðan þá og þar sem það hefur verið gert hefur það verið gert með algjörlegum ásetningi, því það byggir enginn óvart aðgengilegt húsnæði, það þarf að leggja sig fram við það.

lesa meira...

Orlofsíbúð
Kæru SEMarar, standsettning orlofsíbúðar SEM samtakana á Akureyri er nánast lokið.

Íbúðin að Kjarnagötu 41 verður að öllum líkindum klár til útleigu strax eftir áramót fyrir félagsmenn SEM, félagsmenn geta pantað tímabil á netinu (fyrstur pantar fyrstur fær). Á heimasíðu sem.is verður fljótlega settur hnappur með heitinu orlofsvefur SEM. Sumarleiga og páskar verða með úthlutunar fyrirkomulagi og á svipaðan hátt og Litli Skyggnir var með, verður tilkynnt félagsmönnum með pósti. Sumartímabil fyrir árið 2017 er frá 26.maí – 25.ágúst.

Íbúðin er mjög vel útbúin með svefnplási fyrir 9 manns, í íbúðinni er ferðalyftari sem hægt er að rúlla á milli herbergja (Fólk verður að koma með seglið sitt með sér), Wc/sturtustóll er einnig til taks. Þvottavél og þurkari eru inn á baði,Innréttingar eru hjólastólafærar hvað varðar að elda, vaska upp og snyrta sig.

Íbúðin verður leigð út með þrifum.

Kveðja, stjórn SEM

Skoða myndaalbúm...

samkaup logo

SEM samtökin þakka Samkaupum hf. kærlega fyrir stuðninginn við standsetningu á orlofsíbúð samtakanna á Akureyri. Samkaup studdi samtökin rausnarlegar með kaupum á tækjum og tólum í íbúðina. Orlofsíbúð SEM er sérútbúin þannig að fólk sem notast við hjólastól eigi auðvelt með að athafna sig.

 

15440342 1391535837546698 4004232286124618823 o

Síðastliðinn föstudag söfnuðu viðskiptavinir Olís einni og hálfri milljón króna fyrir SEM í átaki Olís GEFUM & GLEÐJUM. Hér sjáum við Jón Ólaf Halldórsson forstjóra Olís afhenda Arnari Helga Lárussyni formanni SEM afraksturinn. Við erum í skýjunum yfir viðbrögðum ykkar og þökkum ykkur og Olís innilega fyrir.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323